Flytjendur

Yrðlingar

Yrðlingar ásamt Baldursbrá og Rebba

Ásta Sigríður Arnardóttir 1. yrðlingur, Fanný Lísa Hevesi 2. yrðlingur, Benedikt Gylfason 3. yrðlingur, Guðrún Ýr Guðmundsdóttir, Rrezarta Jónsdóttir, Una Ragnarsdóttir, Iðunn Helga Zimsen, Helga Sonja Matthíasdóttir, Áslaug Elísabet Gunnsteinsdóttir, Jóhann Egill Svavarsson, Ellert Blær Guðjónsson. 

 

 

 

 

Baldursbrá

Fjóla Kristín Nikulásdóttir

Fjóla Kristín Nikulásdóttir sópran lauk námi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2009. Hún hélt áfram söngnámi við Mozartum í Salzburg hjá Mörthu Sharp og síðar hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Gerrit Shuil við Söngskóla Sigurðar Demetz. Hún er nú við meistaranám í Konservatorium Wien. Fjóla hefur nýlega sungið hlutverk Despinu í Cosi fan tutte, Evu í Edenarabeske, nýrri óperu sem sýnd var í Konservatorium Wien og hlutverk Aminu í La Sonnambula. Fjóla hefur tekið þátt í mörgum meistaraklössum og sótt einkatíma hjá Kiri Te Kanawa, Lauru Sarti, Barböru Bonney, Richard Stokes og Clöru Taylor.

 

 

Spói

Eyjólfur EyjólfssonEyjólfur Eyjólfsson tenór lauk burtfararprófi í flautuleik og söng frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og meistarprófi frá Guildhall School of Music í London eftir þriggja ára framhaldsnám. Eyjólfur hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Konunglegu sinfóníuhljómsveitinni í Sevilla og tekið þátt í óperusýningum heima og erlendis. Hann var hundurinn Spakur í söngleiknum Kolrassa eftir Þórunni Guðmundsdóttur, Skáldið í Skuggaleik Karólínu Eiríksdóttur, Sellem í Flagara í framsókn og Beppe í Pagliacci í Íslensku óperunni. Þá söng Eyjólfur hlutverk Daða í óperu Gunnars Þórðarsonar, Ragnheiði, þegar hún var frumflutt í Skálholti.

 

 

Rebbi

Jón SvavarJón Svavar Jósefsson baritón útskrifaðist frá óperudeild Tónlistarháskólans í Vínarborg vorið 2007. Hann hefur sótt fjölda námskeiða í söng og sviðslistum á Íslandi, í Belgíu, Austurríki og á Akureyri. Jón hefur haldið marga einsöngstónleika og komið víða fram, á Íslandi sem og annars staðar. Vorið 2008 söng Jón Svavar hlutverk Guglielmos í óperunni Così fan tutte eftir Mozart í Íslensku óperunni. Einnig söng Jón Svavar ábótann í Carminu Burana með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hlutverk Papagenos í Töfraflautu Mozarts á skólatónleikum hljómsveitarinnar.

 

 

 

Hrútur

Davíð ÓlafssonDavíð Ólafsson bassi stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg og var síðan um tíma fastráðinn við Íslensku óperuna og óperuna í Lübeck í Þýskalandi. Þá hefur hann verið gestasöngvari við óperuhús í Sviss, Austurríki og San Francisco. Meðal hlutverk sem Davíð hefur sungið eru Leporello í Don Giovanni, Doktor Bartolo í Brúðkaupi Fígarós, John Falstaff í Kátu konunum frá Windsor og Sarastró í Töfraflautunni.