Ungfónía

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins

Efnisskra 22. nóvember 2022

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Ungfónía, var stofnuð haustið 2004 af Gunnsteini Ólafssyni hljómsveitarstjóra og nemendum við tónlistardeild LHÍ og úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hljómsveitin er að jafnaði skipuð 40 – 50 nemendum úr Listaháskóla Íslands, tónlistarskólum af höfuðborgarsvæðinu og við tónlistarháskóla erlendis á aldrinum 13-25 ára. Einleikarar og einsöngvarar með hljómsveitinni eru oftast nemendur að ljúka framhaldsnámi erlendis eða eru nýkomnir heim frá námi.

Hljómsveitin hefur tekist á við þrjú til fjögur verkefni á ári og haldið tónleika víða um land. Á 14 árum (2004-2018) hafa 45 einsöngvarar, 32 einleikarar og tveir nemar í hljómsveitarstjórn komið fram með hljómsveitinni. Hún hefur flutt 23 verk íslenskra tónskálda, þar af frumflutt 12 eða að meðaltali eitt á ári. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2016. Hún hefur notið stuðnings Reykjavíkurborgar, Tónlistarsjóðs, Seðlabankans og fleiri. Stjórn Ungfóníu skipa sex félagar úr hljómsveitinni auk aðalhljómsveitarstjórans.

Tónleikar í Langholtskirkju 23., 24. og 25. nóvember 2019 ásamt Háskólakórnum.

 • Tryggvi M. Baldvinsson: Konsert fyrir klarinettu og hljómsveit. (frumflutningur á nýrri gerð). Einleikari: Baldvin Tryggvason klarinett
 •  Carl Orff: Carmina Burana.
 •  Einsöngvarar: Sólveig Sigurðardóttir sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór, Guðmundur Karl Eiríksson baritón og fjórir félagar úr Drengjakór Reykjavíkur.
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson
 • Efnisskrá

Tónleikar í Siglufjarðarkirkju 7. júlí 2019 og í Langholtskirkju 8. júlí 2019.

 • Gunnar Andreas Kristinsson: Flekar (frumflutningur)
 • Paul Hindemith: Sinfónískar ummyndanir
 • Antonin Dvorak: Konsert fyrir selló og hljómsveit. Einleikari: Steiney Sigurðardóttir
 • Hljómsveitarstjóri: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Langholtskirkju 30. mars 2019

 • Gioachino Rossini: Forleikurinn að Rakaranum frá Sevilla
 • Elena Postumi: Concerto fantastico fyrir fiðlu og hljómsveit.
 • Modest Mussorgský: Myndir á sýningu. Útsetning: Maurice Ravel
 • Einleikari: Pétur Björnsson
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson
 • Myndir á sýningu efnisskrá

Uppfærsla á gamanóperunni Þrymskviðu í Norðurljósasal Hörpu 26. og 27. október 2018 ásamt Háskólakórnum.

 • Höfundur Þrymskviðu: Jón Ásgeirsson
 • Einsöngvarar: Guðmundur Karl Eiríksson, Keith Reed, Agnes Thorsteins, Margrét Hrafnsdóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Gunnar Björn Jónsson og Björn Þór Guðmundsson.
 • Leikstjóri: Bjarni Thor Kristinsson.
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson.

Dóm Jónasar Sen um Þrymskviðu er hægt að sjá hér.

Tónleikar í Siglufjarðarkirkju og í Langholtskirkju 8. og  9. júlí 2018.

 • Ernest Bloch: Fiðlukonsert. Frumflutningur á Íslandi.
 • Gunnsteinn Ólafsson: Þýtur í stráum. Svíta byggð á íslenskum þjóðlögum.
 • Aaron Copland: Rodeo. Balletsvíta.
 • Páll Ísólfsson: Brennið þið vitar.
 • Einleikari: Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðla.
 • Karlakórinn Fóstbræður, Karlakórinn í Fjallabyggð og Karlakór Dalvíkur.
 • Stjórnandi: Hallfríður Ólafsdóttir

Tónleikar í Langholtskirkju 5. apríl 2018

 • John Williams: Harry Potter og viskusteinninn. Svíta í fjórum þáttum.
 • Launy Gröndahl: Konsert fyrir básúnu og hljómsveit.
 • César Franck: Sinfónía í d-moll.
 • Einleikari: Carlos Caro Aguilera básúna.
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson.

Tónleikar í Langholtskirkju 24. nóvember 2017

 • Tryggvi M. Baldvinsson: Sprettur.
 • Joseph Haydn: Konsert fyrir selló og hljómsveit nr. 2 í D-dúr.
 • Robert Schumann: Sinfónía nr. 3 í Es-dúr (Rínarsinfónían).
 • Einleikari: Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir selló.
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson.

Tónleikar í Siglufjarðarkirkju og Neskirkju 9. og 11. júlí 2017

 • Arturo Márquez: Danzón nr. 2
 • Marcin Blazewicz: Konsert fyrir flautu og strengi.
 • Franz Schubert: Ófullgerða sinfónían í h-moll.
 • Einleikari: Björg Brjánsdóttir, flauta.
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Langholtskirkju 3. mars 2017

 • Sergej Prokofiev: Pétur og úlfurinn
 • Béla Bartók: Rúmenskir þjóðdansar
 • Jóhannes Brahms: Fiðlukonsert í D-dúr.
 • Einleikari: Rannveig Marta Sarc
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Langholtskirkju ásamt Háskólakórnum og Kammerkór Háskólans í Erfurt, Þýskalandi 1. og 2. apríl 2016

 • Wolfgang Amadeus Mozart: Píanókonsert nr. 21 C-dúr (Elvira Madigan).
 • Felix Mendelsson: Lofsöngur. Einsöngvarar: Erla Björg Káradóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran og Egill Árni Pálsson tenór
 • Einleikari: Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanó
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Siglufjarðarkirkju og Langholtskirkju 10. og 12. júlí 2016.

 • Mist Þorkelsdóttur: Íslensk svíta
 • Gustav Mahler: 1. sinfónían (Títan)
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Langholtskirkju 15. nóvember 2016 með Háskólakórnum.

 • Aram Khatshaturian: Spartakus
 • Joseph Haydn: Konsert fyrir horn og strengjasveit.
 • John Rutter: Gloria fyrir kór, málmblásara og orgel
 • John Williams: Harrý Potter og fanginn frá Azkaban
 • Einleikari: Halldór Arnarson horn
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tvennir tónleikar í Langholtskirkju 21. og 23. mars 2015 með Háskólakórnum

 • Ralph Vaughan Williams: A Sea Symphony fyrir tvo einsöngvara, kór og hljómsveit (frumflutningur á Íslandi).
 • Einsöngvarar: Tui Hirv sópran og Fjölnir Ólafsson baritón
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Siglufjarðarkirkju og Langholtskirkju 5. og 7. júlí 2015.

 • Hildigunnur Rúnarsdóttur: Fiðlukonsert (frumflutningur)
 • Einojuhani Rautavaara: Cantus Articus op. 61
 • JohnWilliams: Svíta úr Star Wars
 • Einleikari: Sólrún Gunnarsdóttir fiðla
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar ásamt Háskólakórnum í Langholtskirkju 28. nóvember 2015.

 • Jean Sibelius: Finlandia op. 26
 • Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit í d-moll op. 47.
 • Jean Sibelius: Sinfónía nr. 1 í e-moll op. 39
 • Einleikari: Sólveig Steinþórsdóttir fiðla
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tvennir tónleikar í Reykholtskirkju og Langholtskirkju 21. og 22. mars 2014 með Háskólakórnum.

 • Jórunn Viðar: Mansöngur fyrir Ólafs rímu Grænlendings (frumflutt með hljómsveit)
 • Felix Mendelssohn: Fiðlukonsert í e-moll.
 • Antonín Dvorak: Til nýja heimsins, Sinfónía nr. 9 í e-moll
 • Einleikari: Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðla
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tvennir tónleikar í Siglufjarðarkirkju og í Langholtskirkju 6. og 7. júlí 2014

 • Jón Leifs: Íslenskir rímnadansar
 • Georges Bizet: Stúlkan frá Arles. Svíta nr. 2
 • Edouard Lalo: Symphonie Espagnole
 • Einleikari: Páll Palomares fiðla
 • Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason

Tvennir tónleikar í Skálholtskirkju og Langholtskirkju 22. og 23. mars 2013

 • Ane Marie Elínardóttur Madsen: Lavica impeccabile (frumflutningur)
 • Edward Elgar: Konsert fyrir selló og hljómsveit í e-moll.
 • Cesar Franck: Sinfónía í d-moll
 • Einleikari: Hildur Heimisdóttir selló
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tvennir tónleikar í Siglufjarðarkirkju og Langholtskirkju 7. og 9. júlí 2013

 • Hugi Guðmundsson: Minningarbrot – Glimpsed Memories (frumflutningur)
 • Wolfgang Amadeus Mozart: Fiðlukonsert nr. 5 í A-dúr, KV 219.
 • Pjotr Tjækovský: Hnotubrjóturinn (svíta)
 • Einleikari: Gróa Margrét Valdimarsdóttir fiðla
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tvennir tónleikar í Langholtskirkju ásamt Háskólakórnum 24. og 25. nóvember 2013

 • Felix Mendelssohn: Ítalska sinfónían nr. 4 í A-dúr
 • Wolfgang Amadeus Mozart: Requiem.
 • Einsöngvarar: Margrét Hannesdóttir sópran, Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran, Egill Árni Pálsson tenór og Bragi Jónsson bassi
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Neskirkju 29. mars 2012

 • Halldór Smárason: Fuscus (frumflutningur)
 • Carl Gottlieb Reissiger: Flautukonsert í D-dúr.
 • Ludwig van Beethoven: Hetjusinfónían nr. 3 í Es-dúr op. 55
 • Einleikari: Hafdís Vigfúsdóttir flauta
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tvær uppfærslur á óperunni Don Giovanni ásamt Háskólakórnum eftir W.A.Mozart á Þjóðlagahátíðinn á Siglufirði og í Eldborgarsal Hörpu 8. og 10. júlí 2012.

 • Leikstjóri: Bjarni Thor Kristinsson
 • Íslensk þýðing: Gunnsteinn Ólafsson
 • Einsöngvarar: Fjölnir Ólafsson (Don Giovanni), Bragi Jónsson (Leporello), Valdís Gregory (Donna Anna), Þorsteinn Freyr Sigurðsson (Don Ottavio), Lilja Guðmundsdóttir (Donna Elvira), Steinþór Jasonarson (Masetto), Rannveig Káradóttir (Zerlina), Bjarni Thor Kristinsson (Il Commendatore)
 • Meðleikari á söngæfingum: Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Langholtskirkju 25. og 27. nóvember 2012 ásamt Háskólakórnum, (40 ára afmælistónleikar Háskólakórsins)

 • Gunnsteinn Ólafsson: Land þjóð og tunga
 • Þóra Marteinsdóttir: Kvöldlokka (frumflutningur)
 • Francis Poulenc: Konsert fyrir orgel, strengi og pákur
 • Franz Schubert: Messa í As-dúr
 • Einleikari: Guðný Einarssdóttir orgel
 • Einsöngvarar: Helga Margrét Marzellíusardóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir alt, Hlöðver Sigurðsson tenór, Jóhann Kristinsson bassi.
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson    

Þrennir tónleikar í Langholtskirkju 5., 6. og 7. mars 2011 ásamt Háskólakórnum

 • Joseph Haydn: Fiðlukonsert í C-dúr nr. 1. Einleikari Gunnhildur Daðadóttir
 • Carl Orff: Carmina Burana.
 • Einsöngvarar: Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Pétur Úlfarsson drengjasópran, Hlöðver Sigurðsson tenór og Jón Svavar Jósefsson baritón
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tvennir tónleikar á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og í Neskirkju 10. og 11. júlí 2011.

 • Gunnar Karel Másson: Lancharan (frumflutningur)
 • Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson: Básúnukonsert (frumflutningur).
 • Gorges Bizet: Dansar úr Carmen
 • Einleikari: Ari Hróðmarsson básúna
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Langholtskirkju 1. október 2011

 • Halldór Bjarki Arnarson: Merl (frumflutningur)
 • Aaron Copland: Konsert fyrir klarinettu, strengi, hörpu og píanó.
 • George Gershwin: Ameríkumaður í París
 • Einleikari: Sigurjón Bergþór Daðason klarinettu
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Langholtskirkju 29. mars 2010.

 • Úlfar Ingi Haraldsson: Emerging Songs (frumflutningur á Íslandi)
 • Jón Nordal: Klarinettukonsert.
 • Sergej Prókofíev: Rómeó og Júlía. Þættir úr svítum 1. og 2.
 • Einleikari: Grímur Helgason, klarinett
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tvennir tónleikar ásamt Háskólakórnum í Siglufjarðarkirkju og Neskirkju 11. júlí og12. júlí 2010.

 • Tryggvi M. Baldvinsson: Sprettur
 • Halfiði Hallgrímsson: Svíta op. 44. Konsert fyrir trompet og hljómsveit (frumflutningur).
 • Jón Leifs: Minni Íslands op. 9 fyrir kór og hljómsveit
 • Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 1 í C-dúr
 • Einleikari: Jóhann Nardeau trompet
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Langholtskirkju 27. nóvember 2010

 • Edvard Grieg: Píanókonsert í a-moll.
 • Franz Schubert: Sinfónía nr. 8 í C-dúr – Die Grosse
 • Einleikari: Birna Hallgrímsdóttir píanó
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Hveragerðiskirkju og Langholtskirkju 8. og 9. mars 2009

 • Hildigunni Rúnarsdóttur: Blandaðir dansar
 • Camille Sains-Saëns: Sellókonsert í a-moll.
 • Róbert Schumann: Sinfónía nr. 3 í Es-dúr (Rínarsinfónían)
 • Einleikari: Guðný Jónasdóttir selló
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og í Neskirkju 5. og 6. júlí 2009

 • Hector Berlioz: Rómverskt karnival
 • Carl Reinecke: Flautukonsert í D-dúr.
 • Franz Schubert: Ófullgerða sinfónían í h-moll
 • Einleikari: Melkorka Ólafsdóttir flauta
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar ásamt Háskólakórnum í Langholtskirkju 21. og 23. nóvember 2009

 • Ludwig van Beethoven: Sinfónía no. 9 (Óðurinn til gleðinnar)
 • Einsöngvarar: Auður Gunnarsdóttir sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttur mezzósópran, Snorri Wium tenór og Jóhann Smári Sævarsson bassi
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Stykkishólmi og Langholtskirkju 9. og 11. mars 2008

 • Þórður Magnússon: Sinfóníetta
 • Leo Weiner: Ballaða fyrir klarinettu og hljómsveit
 • Mihály Hajdu: Ungverskt cappriccio fyrir klarinettu og hljómsveit
 • Jóhannes Brahms: Sinfónía nr. 4.
 • Einleikari: Freyja Gunnlaugsdóttir klarinett
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tvennir tónleikar í Iðnó 19. júní 2008

 • Lög eftir Benna Hemm Hemm fyrir kammersveit og rokkhljómsveit
 • Stjórnandi: Daníel Bjarnason

Tónleikar á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og í Háskólabíói 6. og 7. júlí 2008

 • Aaron Copland: Vor í Appalaichan fjöllum
 • Benni Hemm Hemm: Allt inn, ekkert út. Verk fyrir sinfóníuhljómsveit og rokkhljómsveit
 • Felix Mendelssohn: Skoska sinfónían nr. 3 í a-moll op. 56
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Langholtskirkju 16. nóvember 2008

 • Jóhannes Brahms: Píanókonsert nr. 1 í d-moll
 • Antonin Dvorák: Sinfónía nr. 9 í e-moll – Frá nýja heiminum
 • Einleikari: Kristján Karl Bragason píanó
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar að Laugarvatni og í Langholtskirkju 16. og 17. apríl 2007

 • Jóhannes Brahms: Þrír ungverskir dansar
 • Béla Bartók: Tvær rapsódíur fyrir fiðlu og hljómsveit.
 • Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 5 í c-moll (Örlagasinfónían)
 • Einleikari: Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðla
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og í Neskirkju 8. og 9. júlí 2007

 • John Sarkissian: Píanókonsert (frumflutningur á Íslandi)
 • Edvard Grieg: Svíturnar úr Pétri Gaut
 • Einleikari: Armen Babakhanian píanó, Armeníu
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar ásamt Háskólakórnum í Langholtskirkju 25. og 27. nóvember 2007

 • Joseph Haydn: Sinfónía nr. 100 (Hersinfónían)
 • Ludwig van Beethoven: Messa í C dúr
 • Einsöngvarar: Rannveig Káradóttir sópran, Sibylle Köll alt, Hlöðver Sigurðsson tenór, Valdimar Hilmarsson bassi
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Galdraskyttan eftir Carl María Weber, frumsýnd hér á landi í Þjóðleikhúsinum 2. júní 2006

 • Samvinnuverkefni við Sumaróperu Reykjavíkur og Dansleikhúsið. Sýningin var hluti af Listahátíð í Reykjavík.
 • Einsöngvarar: Elísa Vilbergsdóttir (Agatha), Kolbeinn Ketilsson (Max), Hlín Pétursdóttir (Anna), Hrólfur Sæmundsson (Kaspar), Guðmundur Jónsson (Kuno), Herbjörn Þórðarson (Furstinn), Stefán J. Arngrímsson (Einsetumaður)
 • Kór Sumaróperu Reykjavíkur
 • Félagar úr Fóstbræðrum
 • Leikstjórn: Jón Gunnar Þórðarson
 • Dansar: Irma Gunnarsdóttir
 • Leikmynd: Agnes Treplin
 • Búningar: Eva Signý Berger
 • Ljós: Jón Þorgeir Kristjánsson
 • Hreyfimyndir: Gideon Kiers
 • Íslensk þýðing: Gunnsteinn Ólafsson
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar í Keflavík og Neskirkju 12. og 13. mars 2006

 • Jón Nordal: Langnætti
 • Richard Strauss: Hornkonsert nr. 1 í Es-dúr
 • Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 7
 • Einleikari: Sturlaugur Jón Björnsson horn
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og í Neskirkju 9. og 10. júlí 2006

 • Jórunn Viðar: Eldurinn, ballettsvíta
 • Þorkell Sigurbjörnsson: Kólumbína. Konsert fyrir flautu og strengi
 • Modest Mussorgsky/Ravel: Myndir á sýningu
 • Einleikari: Emilía Rós Sigfúsdóttir flauta
 • Stjórnandi: Ligia Amadio, Brasília

Tónleikar í Neskirkju 19. og 22. nóvember 2006 í Tónlistarskóla Árnesinga, Selfossi og í Neskirkju

Ungfónía 2006. Mynd: Rafael Pinho

 • Wolfgang Amadeus Mozart: Sinfónía nr. 40 í g-moll
 • Joseph Haydn: Konsert fyrir selló og hljómsveit nr. 2 í D-dúr
 • Tryggvi Baldvinsson: Sprint (Sprettur)
 • Einleikari: Margrét Árnadóttir selló
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og í Neskirkju 10. og 11. júlí 2005

 • Aaron Copland: El Salon Mexico
 • Aaron Copland: Þögul borg (Quiet city). Einleikarar Matthías óbó og Jóhann Nardeau trompet
 • George Gershwin: Rhapsody in Blue. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson píanó
 • Antonín Dvorák: Frá Nýja heiminum. Sinfónía nr. 9 í e-moll
 • Stjórnandi: Robert Gutter, Bandaríkjunum

Tónleikar í Reykholtskirkju og Neskirkju 22. og 23. mars 2005

 • Arthur Honegger: Pacific 231
 • Bohuslav Martinu: Óbókonsert.
 • César Franck: Sinfónía í d-moll
 • Einleikari: Matthías Nardeau óbó
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

 

Tónleikar í Neskirkju 16. desember 2004. Tónleikarnir voru fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins.

 • Ludwig van Beethoven: Coriolan forleikurinn
 • Wolfgang Amadeus Mozart: Píanókonsert í C-dúr nr. 21 (Elvira Madigan).
 • Franz Schubert: Sinfónía nr. 5 í B-dúr
 • Einleikari: Raul Jimenez píanó, Spáni
 • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson